Segja viðræður hafa runnið út í sandinn

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, endaði í lykilstöðu að loknum kosningum.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, endaði í lykilstöðu að loknum kosningum. Reuters

Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hefur Verkmannaflokkurinn viðurkennt að stjórnarmyndunarviðræður við Frjálslynda demókrataflokkinn hafi runnið út í sandinn.

BBC segir að með þessu geti Íhaldsflokkurinn og frjálslyndir komist að lokasamkomulagi. David Camron muni því taka við sem forsætisráðherra af Gordon Brown.

Viðræður íhaldsmanna og frjálslyndra eru enn í gangi. Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, og Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, hittust á fundi í morgun. 

Í kvöld munu þingmenn Íhaldsflokksins koma saman til að fara yfir stöðuna. Þá munu þingmenn frjálslyndra einnig koma saman til viðræðna. 

Clegg verður að tryggja sér að hann njóti stuðnings meirihluta þingmanna flokksins áður en hann vinnur að endanlegu samkomulagi við íhaldsmenn.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er á útleið.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er á útleið. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka