Ítalía vill krossabann burt

Ítölsk stjórnvöld vilja að Mannréttindadómstóll Evrópu afnemi bann við kristnum …
Ítölsk stjórnvöld vilja að Mannréttindadómstóll Evrópu afnemi bann við kristnum krossum í skólastofum. Reuters

Ítölsk stjórnvöld hafa farið þess á leit við Mannréttindadómstól Evrópu að hann afnemi bann við því að kristnir krossar séu sýnilegir í skólastofum. Slíkt hefur verið bannað síðan á síðasta ári þegar dómstóllinn féllst á þau rök að börn ættu rétt á að trúarlega hlutlægri menntun samkvæmt stjórnarskrá Ítalíu.

Niðurstaðan olli mikilli óánægju á Ítalíu þar sem um 90% íbúanna eru kristinnar trúar. Ítölsk stjórnvöld hefja málflutning sinn fyrir dómstólnum næstkomandi þriðjudag, en þau líta svo á að úrskurður hans hafi falið í sér umfangsmikil afskipti af menningu, sögu og trúarlífi landsins.

Ef niðurstaða málsins verður sú að úrskurðurinn standi gæti það haft í för með sér að öll trúarleg tákn verði gerð útlæg í skólastofum um allt Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka