Á móti beinni skattlagningu ESB

Breska þinghöllin í Westminster.
Breska þinghöllin í Westminster. Kieran Doherty

Bretar munu stöðva allar tilraunir Evrópusambandsins til þess að leggja á nýja skatta með beinum hætti á borgara allra aðildarríkjanna, til þess að fjármagna útgjöld þess, að sögn James Sassoon, yfirmanns viðskiptamála hjá breska fjármálaráðuneytinu.

Evrópusambandið vonast til þess að áform sín um skattlagningu, sem áætlað er að kynna í næsta mánuði, veiti því meira sjálfstæði og hjálpi til við að fjármagna starfsemi þess og stækkun.

Sassoon segir hins vegar að Bretar krefjist þess að þeir haldi áfram fullri stjórn yfir sinni eigin skattastefnu. „Ríkisstjórnin er á móti beinum sköttum til að fjármagna fjárlög ESB,” segir hann.

„Bretar telja að skattlagning sé málefni aðildarríkjanna sjálfra til að ákvarða um og hefur neitunarrétt á allar áætlanir um slíka skatta.”

Janusz Lewandowski, yfirmaður fjárlagagerðar hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í viðtali við Financial Times Deutschland í gær að hann væri að íhuga fjóra möguleika til að auka tekjur ESB og þar á meðal væri beinn skattur á skattgreiðendur í hverju landi og einnig skattur á flugfrakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert