Frönsk kona hefur játað að hafa myrt sambýlismann sinn, kunnan matreiðslumann, og geymt lík hans í tvö ár í frystikistu. Konan hafði áður sagt lögreglu, að sambýlismaðurinn hefði átt í útistöðum við glæpahóp sem væntanlega hefði ráðið hann af dögum.
Guylene Collober, 51 árs, játaði að hafa barið 71 árs sambýlismann sinn, Jean-Francois Poinard, til bana í nóvember árið 2008. Á blaðamannafundi í Lyon í gærkvöldi sagði Marc Desert, saksóknari, að Collober ætti við sjúklega skapgerðarbresti að etja, væri sjúklega sjálfhverf, ráðrík og ofbeldisfull.
„Hún einangraði sambýlismann sinn frá vinum hans, fjölskyldu og nágrönnum," sagði Desert og bætti við að Poinard hefði oft séðst með áverka og marbletti.
Lík Poinards fannst í frystikistunni þegar húsleit var gerð á heimili hans. Desert sagði, að Poinard hefði látist eftir að rifrildi sambýlisfólksins þróaðist út í átök.
Konan geymdi lík mannsins í baðkari í nokkra daga en keypti síðan frystikistu og kom líkuni þar fyrir.