Ísraelsstjórn ræðir nú hvort leggja eigi að nýju tímabundið bann við byggingaframkvæmdum gyðinga á Vesturbakkanum. Bandaríkin hafa boðið Ísraelsmönnum, að koma til móts við þá á ýmsum sviðum, m.a. í öryggismálum, verði framkvæmdir stöðvaðar í þrjá mánuði.
Gert er ráð fyrir að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í Jerúsalem á morgun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdabannið muni einnig ná til framkvæmda sem hófstu 26. september þegar 10 mánaða framkvæmdabanni lauk.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið andvígur því að framkvæmdabannið verði framlengt en þegar því var aflétt neituðu Palestínumenn að halda áfram tilraunum til að koma friðarviðræðum á að nýju. Einnig hefur alþjóðasamfélagið fordæmt framkvæmdirnar.