Fyrrum forseti Kongó, Jean-Pierre Bemba, verður leiddur fyrir rétt á mánudaginn vegna nauðgana og morða sem framin voru af hermönnum Kongó.
Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðarleiðtogi er færður fyrir dóm vegna ábyrgðar á gjörðum hermanna hans.
Um 1500 hermenn ofsóttu íbúa í Mið-Afríkulýðveldinu á árunum 2002-2003 og voru börn niður í átta ára og aldraðir meðal fórnarlambanna, að sögn sækjenda málsins.
Eftir að hafa kveðið niður uppreisnarmenn í landinu, fóru hermennirnir í litlum hópum á milli húsa , þar sem þeir nauðguðu, rændu og myrtu.
Bemba er kærður fyrir þrenns konar stríðsglæpi og tvo glæpi gagnvart mannkyni. Hann mun hafa verið einráður yfir her landsins.
Hann yfirgaf Kongó árið 2007, eftir að hafa tapað forsetakosningum og er nú viðskiptajöfur.