Unglingspilta rak um hafið í 7 vikur

Þremur unglingspiltum, frá afskekktu Kyrrahafseyjunni Tokelau, var í gær bjargað um borð í túnfiskveiðiskip nærri Fiji eyjum, eftir að hafa rekið stjórnlaust um Kyrrahafið í tæplega 50 daga. Piltanna, sem eru 14 og 15 ára gamlir, var saknað eftir að þeir fóru í siglingu á litlum bát í byrjun október og voru þeir taldir af eftir ítrekaða en árangurslausa leit nýsjálenska flughersins.

Fjölmiðlar hafa eftir Tai Fredricsen, fyrsti stýrimaður á nýsjálenska túnfiskveiðiskipinu San Nikunau, að þremenningarnir hafi fundist í gær undan ströndum Fiji, í um 1.420 kílómetra fjarlægð frá Tokelau þar sem þeir héldu af stað.

Á þeim sjö vikum sem piltana rak um hafið nærðust þeir aðeins á einum mávi. Þeir eru sagðir bæði illa sólbrenndir og þjást af vökvaskorti og verða fluttir á sjúkrahús um leið og skipið nær ströndum Fiji á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka