Munu vernda heimildarmenn

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. HO

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu út í dag að þau séu tilbúin til að vernda þá heimildarmenn sem séu í hættu eftir gríðarmikinn leka Wikileaks á skjölum frá bandarískum sendiráðum. Var meðal annars vísað til blaðamanna, trúarleiðtoga og baráttuumanna alls kyns sem veitt hafa upplýsingar.

Ljóst þykir að heimildarmenn eru í mörgum tilvikum nafngreindir í leyniskjölunum. Sökum þess telja bandarísk stjórnvöld raunverulega hættu á að þeir hinir sömu verði fangelsaðir, pyntaðir eða jafnvel líflátnir.

Ekki hefur verið gefið upp hvernig stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast vernda heimildarmenn sína en meðal leiða er að bjóða þeim hæli í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert