Banni við samkynhneigð aflétt

Bandaríska þinghúsið á Capitol Hill í Washington D.C.
Bandaríska þinghúsið á Capitol Hill í Washington D.C. Reuters

Bandaríkjaþing hefur samþykkt að aflétta banni við því að samkynhneigðir fái að þjóna í Bandaríkjaher. Þetta þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem barðist fyrir málinu. Einnig þykir þetta stór áfangi í réttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum.

Öldungadeilarþingmennirnir samþykktu að aflétta banninu með 65 atkvæðum gegn 31. Þeir samþykktu að afnema málamiðlunarákvæði frá 1993 sem gengið hefur undir heitinu „Ekki spyrja, ekki segja“. Samkvæmt því skyldu samkynhneigðir þegja um kenndir sínar eða sæta brottrekstri.

Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni á miðvikudaginn var. Það fer nú til forsetans sem þarf að undirrita frumvarpið til þess að það verði að lögum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka