Barin til dauða og líkið brennt

Frá Bangladess.
Frá Bangladess. AP

Líkamsleifar unglingsstúlku í Bangladess, sem lést eftir að hafa verið barin með svipu, hafa nú verið brenndar samkvæmt dómsúrskurði. Mikil reiði er verið meðal almennings í landinu vegna þessa.

Hin 15 ára gamla Hena Begum var barin til dauða með svipu af múslímaprestum  og  öldungum þorpsins þar sem hún bjó vegna þess að hún hafði átt í ástarsambandi við frænda sinn.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að „engir áverkar voru sjáanlegir“ á líkama Begum. Sú yfirlýsing vakti mikla reiði mannréttindasamtaka í landinu.

Áður en líkið var brennt, hafði dómsmálaráðherra landsins gefið út yfirlýsingu um að málið yrði rannsakað og færustu læknar landsins myndu kryfja lík Begum til að komast að hinu sanna um dánarorsök hennar.

Í íhaldssömum héröðum Bangladess, þar sem múslímar eru í miklum meirihluta, er algengt að konum sé refsað með svipuhöggum fyrir „glæpi“ á borð við kynlíf utan hjónabands, þrátt fyrir að refsingar af slíkum trúarlegum toga hafi verið bannaðar á síðasta ári af hæstarétti landsins.

Bannið hefur haft lítil áhrif, samkvæmt mannréttindasamtökum sem fylgjast grannt með þróun mála í landinu.

Sums staðar hefur fórnarlömbum nauðgana verið refsað fyrir „þeirra hlut“ í verknaðinum.

Fjórir hafa verið handteknir fyrir barsmíðarnar, þeirra á meðal prestur múslíma. Á annan tug manna eru grunaðir um að hafa tengst málinu.


Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert