Kristnir Kínverjar handteknir í Peking

Kristnir Kínverjar biðja.
Kristnir Kínverjar biðja. Reuters

Að minnsta kosti 20 kristnir Kínverjar, sem játa mótmælendatrú, voru handteknir í Peking í dag þar sem þeir höfðu skipulagt páskaguðsþjónustu.  Messan átti að fara fram utandyra, þar sem söfnuðurinn á enga kirkju.

Á síðustu vikum hefur kínverska lögreglan handtekið fjölda manna sem tilheyra Shouwang söfnuðinum, sem alls telur um 1.000 meðlimi. Kveðið er á um trúfrelsi í kínversku stjórnarskránni en Kommúnistaflokkurinn reynir að stýra því hvar fólk iðkar trú sína. Áætlað er að um 70 milljónir Kínverja séu kristnir en aðeins um20 milljónir þeirra tilheyri söfnuðum sem ríkið hefur viðurkennt.

Hinir iðka trú sína hjá óskráðum kirkjudeildum og njóta þeir almenns umburðarlyndis, en leiðtogar Shouwang kirkjunnar eru sagðir hafa farið í taugarnar á yfirvöldum vikum saman vegna þess að þeir halda guðsþjónustur sínar utandyra.

Fréttaritari BBC í Peking segir að lögreglumenn hafi staðið á hverju götuhorni þar sem boðuð páskaguðsþjónusta átti að fara fram í morgun. Allir þeir sem grunaðir hafi verið um að tilheyra söfnuðinum hafi verið færðir um borð í rútu og farið með þá á nærliggjandi lögreglustöð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka