Lögregla í Palestínu skaut Ísraelsmann

Heittrúaðir gyðingar bregðast við fréttunum frá Nablus í morgun.
Heittrúaðir gyðingar bregðast við fréttunum frá Nablus í morgun. Reuters

Ísraelsmaður, sem heimsótti helgan stað í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun, var skotinn til bana. Í ljós kom, að það voru palestínskir lögreglumenn sem skutu manninn. Fjórir aðrir særðust.

Hópur Ísraelsmanna ók að gröf Jósefs í Nablus í morgun án þess að hafa fengið til þess leyfi. Þegar bílalest fólksins hélt heim á leið hófu lögreglumenn skothríð vegna þess að þeim þótti mannaferðirnar grunsamlegar.

Gröf Jósefs er á svæði sem Palestínumenn ráða alfarið yfir og þangað fá gyðingar ekki að koma nema í sérstaklega skipulögðum ferðum á vegum öryggissveita Palestínumanna. Slíkar ferðir eru venjulega farnar einu sinni í mánuði en  strangtrúaðir gyðingar fara hins vegar oft þangað án leyfis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert