Hluta af loftrými Grænlands lokað

Gosmistur yfir Álftaveri í dag.
Gosmistur yfir Álftaveri í dag. mbl.is/Gísli Baldur

Dönsk flugmálayfirvöld ákváðu í kvöld að loka hluta af grænlenska loftrýminu vegna ösku frá Grímsvötnum. Gildir lokunin þar til í fyrramálið.

Grænlandsflug varð að aflýsa áætlunarferð frá Kaupmannahöfn til Kangerlussuaq og aftur til baka á morgun. Alls áttu 245 farþegar bókað flug frá Danmörkuog 166 frá Grænlandi.

Þá hefur Grænlandsflug ákveðið að stöðva frekari farmiðasölu í áætlunarflug yfir Atlantshaf til 27. maí.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert