Fimm líbískir herforingjar sögðu af sér

Stuðningur við Muammar Gaddafi minnkar stöðugt.
Stuðningur við Muammar Gaddafi minnkar stöðugt. Reuters

Fimm háttsettir yfirmenn í líbíska hernum hafa sagt af sér. Þeir segja að styrkur líbíska hersins sé nú aðeins 20% af því sem hann var áður en loftárásir Nató hófust.

Utanríkisráðherra Ítalíu Mauizio Massari sagði frá þessu í dag. Hann þakkaði leyniþjónustu landsins fyrir aðkomu sína að málinu. Hann sagði herforingjana hafa tekið rétta ákvörðun því stjórn Gaddafi ætti sér enga framtíð.

Jakob Zuma, forseti S-Afríku, eru núna í Líbíu, en hann ræðir við Gaddafi. Hann segist vilja koma á vopnahléi í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert