ESB réttir Norður Kóreu hjálparhönd

Kim Jong-il leiðtogi Norður Kóreu ásamt yfirmönnum hersins.
Kim Jong-il leiðtogi Norður Kóreu ásamt yfirmönnum hersins. Reuters

Fulltrúar Evrópusambandsins eru nú staddir í Norður Kóreu. Tilgangurinn er að kynna sér ástandið þar í landi en það mun nú vera afar slæmt. Talið er að hungursneiðin sem lengi hefur ríkt í landinu fari versnandi vegna viðvarandi skorts á matvælum. Evrópusambandið metur nú ástandið með hugsanlega mataraðstoð í huga. 

Mannréttindaráð Evrópusambandsins er að taka út ástandið til að meta hve mikla aðstoð Norður Kórea þarf. Fulltrúarnir heimsækja meðal annars spítala, barnaheimili auk þess að taka viðtöl við almenna borgara. 

Hópurinn mun að líkindum ferðast víðar um Norður Kóreu en bara höfuðborgina Pyongyang. Afar sjaldgæft er að úrlendingum sé leyft að ferðast svo ótakmarkað um landið.

Bandaríkjamenn eru sömuleiðis að meta hvort senda eigi mataraðstoð til Norður Kóreu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert