Stjórnin hélt velli

Frá Grikklandi.
Frá Grikklandi. Reuters

Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fékk þingið í Aþenu til að samþykkja traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn sósíalistaflokksins Pasok í kvöld. Sköpum skipti fyrir ríkisstjórnina að fá umboð þingsins enda blasa við erfiðar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir í landinu.

Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman fyrir utan þinghúsið til að mótmæla stjórninni og má búast við ólgu í Grikklandi næstu daga.

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, hefur sagt að Grikkir verði að vera reiðubúnir til að grípa til sparnaðaraðgerða. „Það er ekki hægt að hjálpa neinum gegn vilja hans,“ sagði Barroso.

Öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, er hægri flokkur og vill semja að nýju við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert