Hugsanlegt að Gaddafi verði áfram í Líbíu

Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu.
Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu. Reuters

Uppreisnarmenn í Líbíu eru í óformlegum samskiptum við meðlimi í ríkisstjórn Moammars Gaddafi, einræðisherra landsins, og kunna að vera reiðubúnir að leyfa honum að verða áfram í landinu á afskektum stað. Þetta kemur fram hjá AFP fréttaveitunni í dag.

Haft er eftir Mahmud Shammam, talsmanni bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna, að Gaddafi og fjölskylda hans yrðu að láta völdin af hendi og mættu ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem tæki við að lokinni uppreisninni.

Hann staðfesti að viðræður væru í gangi en þær væru ekki formlegar. Þær ættu sér stað á ýmsum stöðum þangað sem Gaddafi sendi fulltrúa sinna til viðræðna eins og Suður-Afríku eða París í Frakklandi. Hann sagði að viðræðurnar snúist um það hvernig hægt verði að standa að því að Gaddafi segi sig frá völdum í Líbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka