Viðurkenning Kosovo skilyrði fyrir ESB-aðild

Frá Kosovo.
Frá Kosovo. Reuters

Stjórnvöld í Serbíu verða að viðurkenna sjálfstæðis Kosovo vilji þau ganga í Evrópusambandið. Að öðrum kosti mun Þýskaland koma í veg fyrir aðild landsins að sambandinu. Þetta kom fram í hjá sendinefnd þýskra þingmanna sem staddir eru í Serbíu í samtali við þarlenda fjölmiðla. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag.

Ennfremur kom fram í máli þingmannanna að Serbía fengi stöðu umsóknarríkis þann 15. desember næstkomandi en gáfu ekki upp nákvæma dagsetningu hvenær búast mætti við að eiginlegar aðildarviðræður hæfust.

Serbneskir ráðamenn hafa til þessa alfarið hafnað því að viðurkenna sjálfstæði Kosovo og líta svo á að um hérað í Serbíu sé að ræða sem ekki verði af hendi látið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka