Breivik vistaður í lúxusfangelsi

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verður hugsanlega vistaður í nýjasta fangelsi Norðmanna, en aðbúnaður fanga er þar mjög góður. Í fangaklefunum er flatskjár, lítill ískápur og sérhönnuð húsgögn.

Halden fangelsi var opnað af Haraldi IV. konungi í mars í fyrra. Þar eru vistaðir sumir af forhertustu glæpamönnum Noregs, þar á meðal morðingjar og nauðgarar. Þar er pláss fyrir 252 fanga.

Fangelsið er staðsett í skógarlendi rétt fyrir utan Ósló. Það er að finna margvísleg búnað sem ekki er að jafnan að finna í fangelsum. Þar er t.d. hljóðstúdíó, eldhús þar sem fangar geta gert tilraunir í matargerð,  hlaupabrautir og tveggja manna hús sem er aðskilið frá fangelsinu þar sem fangar geta tekið á móti gestum og dvalið með fjölskyldu sinni yfir nótt.

Í frétt breska blaðsins Telegraph segir að fangaverðir séu óvopnaðir og leiki oft íþróttir við fanga og borði með þeim. Helmingur fangavarðanna eru konur, en rannsóknir sýna að konur í fangelsum stuðla að því að draga úr árásargirni fanga.

Are Hoidal fangelsisstjóri sagði við opnun fangelsisins að norsk fangelsi byggðu á mannréttindum og virðingu.

Gangur í Halden fangelsinu þar sem talið er að Breivik …
Gangur í Halden fangelsinu þar sem talið er að Breivik verði vistaður. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka