Átök lögreglu og hælisleitenda

Til átaka kom á milli hælisleitenda og lögregla í borginni Bari á suðurhluta Ítalíu í dag. Eru hælisleitendurnir reiðir yfir því hversu langan tíma tekur að fara yfir umsóknir þeirra. Tóku þeir yfir hraðbraut og kveiktu í ruslafötum og dekkjum snemma í morgun.

Að minnsta kosti þrjátíu manns, þar á meðal tuttugu lögregluþjónar, eru sárir eftir átökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert