Múslimar ógna enn Noregi

Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins.
Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins. SCANPIX NORWAY

Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að fjöldamorðin í Útey og Ósló ættu ekki að skyggja á þá staðreynd að Noregi stafi enn alvarleg ógn af múslimum.

„Allar umræðurnar sem við áttum fyrir 22. júlí munu hefjast aftur. Allar þær áskoranir sem Noregur og heimurinn allur stóðu frammi fyrir eru ennþá til staðar. Al-Qeda er enn til staðar. Hið nýja er að við höfum verið minnt á það á hræðilegan hátt að hryðjuverk geta verið á mörgum formum, með mismunandi orðræðu að baki þeim og ýmsar brjálæðislegar hugmyndir,“ segir Jensen í viðtali.

Framfaraflokkurinn er andsnúinn innflytjendum og hefur Jensen ítrekað varað við íslamsvæðingu Noregs frá því hún tók við sem formaður flokksins fyrir fimm árum. Hefur flokkurinn undanfarinn áratug orðið annar stærsti flokkur Noregs og var morðinginn meðlimur hans um tíma. Segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um þá ógn sem að steðjaði fyrir árásirnar því hún sé enn fyrir hendi.

Jensen gætti sín þó á því að fjarlægja sig fjöldamorðingjanum sem hefur lýst morðæði sínu sem hluta af krossferð gegn íslam og fjölmenningarstefnu.

„Ég fyrirlít allt sem hann stendur fyrir. Ég fyrirlít gjörðir hans og ég vil ekki láta bendla mig við þennan gaur. Það ætla ég alls ekki að gera,“ segir Jensen. Hún hafnar því hins vegar að draga úr neikvæðri orðræðu sinni í garð íslam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert