Flýja úr flóttamannabúðum

Yfir fimm þúsund palestínskir flóttamenn hafa flúið flóttamannabúðir í borginni  Latakia í Sýrlandi en stjórnarherinn hefur gert stöðugar árásir á borgina undanfarna daga.

Alls eru tíu þúsund manns í flóttamannabúðunum og yfir helmingur þeirra er flúinn, segir Chris Gunness, talsmaður mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í málefnum palestínskra flóttamanna.

Mannréttindasamtök segja að yfir þrjátíu borgarbúar hafi fallið í árásum hersins og fjölmargir séu á flótta út úr borginni. Um 1.700 hafa látist frá því sýrlensk yfirvöld hófu að brjóta á bak aftur mótmæli í landinu um miðjan mars sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert