Megrunarbók fyrir 6-12 ára

Forsíða bókarinnar „Maggie goes on a Diet“.
Forsíða bókarinnar „Maggie goes on a Diet“.

Hin þéttvaxna Maggie er aðalsöguhetja bókarinnar „Maggie goes on a Diet“ eftir bandaríska rithöfundinn Paul Kramer. Í bókinni, sem kemur út í október, segir frá þeim breytingum sem verða á lífi Maggie eftir að hún fer í megrun og grennist. Bókin er ætluð 6-12 ára stúlkum.

Frá þessu segir á vefsíðu Lundúnablaðsins Guardian. Þar segir að Maggie sé í upphafi sögunnar óhamingjusamur 14 ára unglingur með slaka sjálfsmynd. Síðan fer Maggie í megrun og eykst þá hamingja hennar og vellíðan til muna og að auki verður hún fyrirliði knattspyrnuliðs skólans.

Fyrirhuguð útkoma bókarinnar hefur sætt nokkurri gagnrýni og er hún yfirleitt á einn veg; að um afar óviðeigandi boðskap sé að ræða.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert