Valdaskiptin hefjast strax

Mahmud Jibril.
Mahmud Jibril. Reuters

Mahmud Jibril, annar tveggja leiðtoga stjórnmálahreyfingar uppreisnarmanna í Líbíu, sagði í kvöld að valdaskiptin í landinu myndu hefjast án tafar.

Jibril sagði á blaðamannafundi í Doha, höfuðborg Katar, að ný Líbía væri í burðarliðnum „þar sem allir Líbíumenn vinna saman eins og bræður, hönd í hönd, til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar og tryggja jafnrétti og réttlæti fyrir alla“.

Hann sagði að Líbíumenn yrðu að vinna að uppbyggingunni fyrir augum heimsins. „Nú verðum við að einbeita okkur að því að byggja upp og græða sárin,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert