ESB með neyðaraðstoð í Trípólí

Vatni dreift í Trípólí
Vatni dreift í Trípólí Reuters

Evrópusambandið hefur opnað hjálparstofnun í höfuðborg Líbíu, Trípólí, og vonast til þess að með því verði hægt að hraða dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna til borgarbúa.

Mikill skortur er á mat, lyfjum og vatni í borginni. Alls verður tíu milljónum evra, af 70 milljón evra sjóð Evrópusambandsins til mannúðarmála í Líbíu, varið í fyrstu hjálp í Trípólí. Mikil neyð ríkir í borginni eftir átökin undanfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert