Obama lýsir áhyggjum af Evrópu

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, að skuldakreppan á evrusvæðinu geti haft mikil áhrif á bandarískt efnahagslíf. Því væri enn mikilvægara en ella að Bandaríkjaþing samþykkti tillögur hans sem eiga að örva bandarískan vinnumarkað.

„Hagkerfið okkar þarf á hressingu að halda nú strax: Vandamálin, sem Evrópa er að fást við gætu haft mjög mikil áhrif á okkar hagkerfi sem nú er þegar orðið veikburða,“ sagði Obama.

Hann lagði nýlega fram áætlun sem felur það í sér að 447 milljörðum dala verði varið til að skapa störf og örva atvinnulífið. Meirihluti repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins hefur hins vegar ekki tekið þeim tillögum fagnandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka