Strauss-Kahn bendlaður við vændishring

Dominique Strauss-Kahn.
Dominique Strauss-Kahn. Reuters

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur enn á ný verið bendlaður við kynlífshneyksli. Strauss-Kahn hefur krafist þess að ræða við dómara til að hreinsa nafn sitt af ásökunum um að hann tengist vændishring.

Fyrr á þessu ári töldu margir að Strauss-Kahn væri helsti keppinautur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári. Staðan breyttist hins vegar í maí sl. þegar hann var sakaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á hóteli í New York. Þá sakaði önnur kona hann í framhaldinu um að hafa reynt að nauðga sér árið 2003.

Strauss-Kahn neitaði sök og í báðum málum hafa saksóknarar látið málin niður falla. Í dag var hann hins vegar bendlaður við nýtt hneykslismál, sem tengist rannsókn lögreglu á meintum vændishring í frönsku borginni Lille.

Þegar Strauss-Kahn var spurður út í viðbrögð við þessum tíðindum sagðist hann vilja ræða við dómara eins fljótt og auðið væri til að binda enda á þessar ásakanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka