Hús hrundu í jarðskjálfta

Tugir húsa hrundu og mörg önnur skemmdust í jarðskjálfta sem reið yfir í afskekktu héraði norðvesturhluta Kína. Ekki var vitað um nein dauðsföll af völdum jarðskjálftans, að því er kínverskir embættismenn sögðu í morgun.

Jarðskjálftinn var 5,4 stig og voru upptök hans á um 27 km dýpi nálægt héraðsmörkum Yining og Gongliu í Xinjiang. Meira en 50 hús hrundu og hundruð húsa urðu fyrir skemmdum.

Bandaríska jarðfræðistofnunin (USGS) taldi fyrst að skjálftinn hafi verið 6 stig en við nánari skoðun reyndist hann vera 5,4 stig. Skjálftinn reið yfir klukkan 00.21 í nótt að íslenskum tíma.

Kínverska jarðskjálftastofnunin sagði að jarðskjálftinn hafi valdið „miklu tjóni“ og að „sterkur skjálfti“ hafi fundist í nálægum héruðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert