Jarðskjálfti í Oklahoma

Jarðskjálftarit. Mynd úr myndasafni.
Jarðskjálftarit. Mynd úr myndasafni. Reuters

Jarðskjálfti reið yfir Oklahoma ríki í Bandaríkjunum í nótt og mældist hann 5,6 stig. Engar fréttir hafa borist af dauðsföllum eða tjóni vegna skjálftans.

Hann átti upptök sín við bæinn Sparks og eru þau talin hafa verið á fimm kílómetra dýpi. Höfuðborg ríkisins, Oklahoma City er 72 kílómetra frá upptökunum.

Skjálftinn fannst víða, meðal annars í norðurhluta Texas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert