Fleiri lík fundin í aurskriðunni

Íbúar og björgunarsveitir leita eftirlifanda í aurskriðunni sem gekk yfir …
Íbúar og björgunarsveitir leita eftirlifanda í aurskriðunni sem gekk yfir á laugardag. Reuters

Björgunarsveitarmenn í Kólumbíu segja að þeir hafi fundið þrjú lík til viðbótar í rústum eftir gríðarlega aurskriðu sem gekk yfir borgina Manizales snemma á laugardag. Fjöldi þeirra sem fundist hafa látnir er því kominn upp í 42.

Allt að fjórtán hús eyðilögðust í aurskriðunni í Cervantes-hverfi borgarinnar á laugardag en hún er tæpa 300 kílómetra vestur af höfuðborginni Bogotá. Þar búa um 350 þúsund manns.

Fjöldi manns bíður enn fregna af ástvinum sínum eftir hamfarirnar en líkurnar á því að nokkur finnist á lífi hrapa með hverri klukkustundinni sem líður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert