Möguleikum Evrópusambandsins fækkar

Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands.
Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands. Reuters

Möguleikum Evrópusambandsins til að leysa úr efnahagskrísu evrusvæðisins fer fækkandi að sögn Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands. Hann segir að það sé nú undir Grikkjum og Ítölum komið hvort þeim takist að sannfæra markaðina um að þeir geti gripið til nauðsynlegra efnahagsaðgerða.

„Evrópusambandið getur ekki endurheimt traust á Grikkjum og Ítölum ef þeir gera það ekki sjálfir,“ sagði Katainen við fjölmiðla í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í gær. „Við getum ekkert gert til þess að auka traust á þeim. Ef það eru efasemdir um getu þessara ríkja til þess að taka skynsamlegar og réttar ákvarðanir í efnahagsmálum getur enginn annar lagfært það.“

Katainen sagði ennfremur samkvæmt frétt Bloomberg-fréttaveitunnar að samkomulagi evruríkjanna frá 16. október síðatliðnum um að stækka björgunarsjóð evrusvæðisins upp í eina billjón evra hefði mistekist að róa markaðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka