Hirðingi leiddi Gaddafi í gildru

Saif al-Islam Gaddafi var seldur í hendur uppreisnarmanna af hirðingja sem segist hafa verið ráðinn til að hjálpa honum að flýja.

Líbíski hirðinginn Yussef al-Hotmani segir að sér hafi verið lofað einni milljón evra, jafnvirði 160 milljóna króna, fyrir að fylgja syni Múammars Gaddafis gegnum eyðimörkina og yfir til Níger. Í stað þess að hjálpa honum að flýja ákvað hann hinsvegar að leiða Gaddafi í fang uppreisnarmanna sem í kjölfarið tóku hann höndum.

Hotmani segir að launsátur hafi verið skipulagt og földu uppreisnarmenn sig í djúpri holu milli sandaldanna í eyðimörkinni. Þegar Hotmani fylgdi Gaddafi gegnum eyðimörkina gætti hann þess að þeir færu framhjá holunni. Hotmani, sem kallar sig son eyðimerkurinnar, segir að hann hafi ekki fengið greitt fyrirfram og bjóst satt að segja við því að hann yrði tekinn af lífi þegar þeir væru komnir til Níger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka