Clinton hvetur Búrma til umbóta

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt stjórnvöldum í Búrma að bandarísk stjórnvöld séu tilbúin að slaka á refsiaðgerðum gegn landinu ef það færi sig í umbótaátt. Lauk Clinton sögulegri heimsókn sinni til Búrma í dag. Sagði hún að árangur hefði náðst á sumum sviðum en annars staðar væri enn hræðilegu ofbeldi beitt, sérstaklega gegn þjóðarbrotum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka