Vísar gagnrýni Sýrlandsforseta á bug

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafnar fullyrðingum Assads.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafnar fullyrðingum Assads. Reuters

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að þær upplýsingar um mannfall í Sýrlandi, sem má rekja til aðgerða sýrlenskra stjórnvalda gangvart almenningi, séu mjög trúverðugar. Sýrlandsforseti hefur gagnrýnt þessar upplýsingar en Ban vísar þeirri gagnrýni á bug.

Ban, sem er staddur í Kenía, sagði við blaðamenn að hann tryði því ekki að færri en 4.000 hefdðu látist, líkt og ríkisstjórn Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, heldur fram.

Hann segir að trúverðugar upplýsingar hafi borist um að stjórnarhersveitir hafi drepið rúmlega 4.000 manns. Mannréttindafulltrúi SÞ hafi komið þessu skýrt á framfæri og hafi fyrir því mjög trúverðugar heimildir.

Assad sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í vikunni að það væri rangt að rúmlega 4.000 hefðu látist. Hann hélt því aftur á móti fram að 1.100 her- og lögreglumenn hefðu fallið og þá neitaði hann að bera ábyrgð á aðgerðum stjórnvalda gagnvart borgurum.

„Hver heldur því fram að Sameinuðu þjóðirnar séu trúverðug stofnun,“ spurði Assad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka