Franskir bankar fá ekki ríkisaðstoð

Valerie Pecresse ráðherra fjármála á fundi franska þingsins.
Valerie Pecresse ráðherra fjármála á fundi franska þingsins. Reuters

Ríkisstjórn Frakklands mun ekki nota fé úr ríkissjóði landsins til að aðstoða banka sem hafa lent í vanda vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu. Þetta segir Valerie Pecresse, fjármálaráðherra Frakklands.

„Ríkið mun ekki setja fé í franska banka,“ sagði Pecesse, sem er jafnframt talskona ríkisstjórnarinnar, í samtali við franska fjölmiðla.

„Við teljum að fjármögnunarþörf bankanna sé ekki það mikil að þeir geti ekki tekist á við hana án aðstoðar,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert