Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í kvöld, að frystingu á eignum líbíska ríkisins í Bandaríkjunum hefði verið aflétt. Um er að ræða yfir 30 milljarða dala eignir, jafnvirði nærri 3700 milljarða króna.
Eignirnar voru frystar í byrjun ársins í tengslum við efnahagsþvinganir, sem alþjóðasamfélagið ákvað að beita á meðan Múammar Gaddafi var enn við völd í landinu.
Áfram eru eignir í eigu fjölskyldu Gaddafis frystar.