Jarðskjálfti í Síle

Jarðskjálfti, sem mældist 6,2 stig, varð í Síle nú síðdegis. Voru upptökin skammt undan strönd landsins nálægt borginni Concepcion.

Ekki er vitað um tjón af völdum skjálftans. Upptökin eru á svipuðum slóðum og skjálfti, sem varð árið 2010 og mældist 8,8 stig. Í kjölfarið skall flóðbylgja á strönd Síle og yfir 500 manns létu lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert