Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir þýska dagblaðið Bild og birtar voru í gær vill meirihluti Þjóðverja, eða 53%, að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Rétt rúmur þriðjungur, eða 34%, telur hins vegar að Grikkir ættu að halda evrunni.
Þá kom fram í niðurstöðunum samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com að 80% aðspurðra væru andsnúin því að Grikkjum yrði veitt frekari fjárhagsaðstoð nema þeir innleiddu þær aðhaldsaðgerðir sem farið hefur verið fram á að þeir geri.