Staðfest hefur að skipstjórinn á skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem sökk við ítölsku eyna Gigilo fyrir nokkrum vikum var ódrukkinn og hafði ekki neytt neinna fíkniefna.
Francesco Schettino skipstjóri á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp, en 17 létust í strandinu og nokkurra er enn saknað. Neytendasamtök eru fyrir hönd farþega í skipinu að undirbúa málsókn gegn eigendum skipsins. Þau hafa lýst efasemdum um að niðurstaða rannsókna á því hvort skipstjórinn var allsgáður séu réttar. Lögmaður samtakanna segir að leifar af kókaíni hafi fundist í hári skipstjórans. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta með rannsókninni að hann hafi neytt kókaíns.