Reyna að semja um frekari afskriftir

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, er nú á fundi með fulltrúum banka og fjármálafyrirtækja þar sem hann reynir að fá þá til að afskrifa enn frekari skuldir gríska ríkisins.

Samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar er ríkisstjórn Grikklands að vonast til þess að með frekari niðurfærslu verði hægt að ná þeim markmiðum sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett gríska ríkinu fyrir árið 2020. Enn ber þar 5,5 milljarða evra á milli grískra stjórnvalda og ESB og AGS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert