Flökurt vegna ræðu Kennedys

Rick Santorum
Rick Santorum Reuters

Rick Santorum, frambjóðandi í prófkjöri Repúblikanaflokksins, segir að honum verði flökurt yfir ræðu sem John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, flutti um aðskilnað ríkis og kirkju. Santorum gagnrýnir Barack Obama forseta fyrir að biðjast afsökunar á því að hermenn í herstöð í Afganistan hafi brennt Kóraninn.

Kennedy flutti fræga ræðu árið 1960 þar sem hann sagði að ekki ætti að blanda páfanum saman við pólitík. Santorum er einlægur kaþólikki og hann sagði í gær að hann væri ekki sannfærður um að það ætti algerlega að aðskilja ríki og kirkju.

Santorum sagði að Obama hefði sýnt veikleika með því að biðjast afsökunar á því að bandarískir hermenn í Afganistan hefðu brennt Kóraninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert