Tólf létust í skýstrókum

A.m.k. tólf létust þegar skýstrókar mynduðust í miðríkjum Bandaríkjanna í gær. Tjón á mannvirkjum er gríðarlegt.

Í gærkvöldi var vitað að níu hefðu látist í Illinois og Missouri, en síðar fengust upplýsingar um að þrír hefðu einnig látist í Tennessee. Skýstrókarnir í gær voru a.m.k. 16. Meira en 100 slösuðust.

Myndir sem teknar voru af skýstókunum sýna hvernig byggingar splundruðust í veðrinu og bílar þeyttust til. Skýstrókarnir ollu tjóni í Nebraska, Kansas, Missouri, Illinois, Tennessee, Indiana og Kentucky. Veðurstofan hefur gefið út viðvörun um að hætta sé á fleiri skýstrókum í Kentucky, Tennessee, Arkansas og Ohio.

Á síðasta ári létust 550 Bandaríkjamenn af völdum skýstóka. Þetta er mesta manntjón af völdum þessara veðurfyrirbæra í næstu eina öld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert