Frakkland og Bandaríkin berjast saman

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, var viðstaddur minningarathöfn hermannanna sem féllu …
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, var viðstaddur minningarathöfn hermannanna sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans. AFP

Frakkar og Bandaríkjamann eru enn staðráðnari í því en nokkru sinni fyrr að standa saman í baráttunni gegn hryðjuverkum og villumennsku þeim fylgjandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá franska forsetaembættinu.

Skrifstofa forsetans sendi yfirlýsinguna frá sér eftir að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í franska starfsbróður sinn, Nicolas Sarkozy, í kvöld og vottaði honum samúð í kjölfar ársásanna í Toulouse.

Obama færði Sarkozy samúðarkveðjur frá sér og allri bandarísku þjóðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert