Sprengingar við hús raðmorðingjans

Þrjár sprengingar heyrðust fyrir stundu nærri húsinu þar franska lögreglan hefur setið um grunaðan raðmorðingja í um 20 klukkustundir. Fyrr í kvöld var slökkt á öllum götuljósum í hverfinu.

BBC hefur eftir settum borgarstjóra Toulouse að áhlaup lögreglu á íbúð mannsins sé hafin. Innanríkisráðherra Frakklands, Gerard Longuet, sagði fyrir um klukkustund að umsátrið gæti ekki varað mikið lengur án þess að gripið yrði til aðgerða. Hann sagði markmiðið að ná manninum, Mohammed Merah, á lífi svo unnt verði að rétta yfir honum. 

Lögreglumenn við húsið í Toulouse þar sem raðmorðinginn hefur lokað …
Lögreglumenn við húsið í Toulouse þar sem raðmorðinginn hefur lokað sig inni í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert