Óeirðir í suðurhluta Líbíu

Þó að leiðtoga Líbíu hafi verið steypt af stóli í …
Þó að leiðtoga Líbíu hafi verið steypt af stóli í fyrra er síður en svo friður í landinu. Reuters

Að minnsta kosti 30 hafa látist og meira en 100 særst í átökum á milli ættbálka í suðurhluta Líbíu sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að koma böndum á ástandið, en þau eru sökuð um að veita aðstoð í átökunum.

Átökin hafa verið í borginni Sabha og hafa átökin verið á milli meðlima Toubou-ættbálksins og annarra ættbálka.

Aðilar munu vera nokkuð vel vopnum búnir, en Toubou-ættbálkurinn sakar stjórnvöld um að veita andstæðingum sínum aðstoð með hergögnum. Aðrir segja að ættbálkarnir fái aðstoð frá útlögum, sem flúið hafa land og sjái sér hag í því að efna til óeirða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert