Skaut sig í höfuðið í miðborg Aþenu

Þinghúsið við Syntagma torg í Aþenu.
Þinghúsið við Syntagma torg í Aþenu. Reuters

Eldri maður skaut sig í höfuðið snemma í morgun í miðborg Aþenu í augsýn fjölda vegfarenda sem brá mjög við.

Maðurinn, sem er 77 ára gamall, svipti sig lífi á tröppum sem liggja upp að þinghúsinu við Syntagma-torg í Aþenu en þar hefur í tvö ár verið þungamiðja mótmæla gegn niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. 

Lögregla rannsakar nú hvað manninum gekk til, en grískir fjölmiðlar hafa eftir vitnum að maðurinn hafi öskrað að hann vildi ekki skilja börnin sín eftir með skuldabyrði, áður en hann skaut sig. Lögregla hefur ekki staðfest þetta. 

Þunglyndi hefur farið vaxandi og sjálfsvígum fjölgað í Grikklandi, þar sem atvinnuleysi er mikið og laun og lífeyrisgreiðslur hafa hríðfallið. Engu að síður er sjálfsvígstíðni Grikkja lægri en meðaltalið í Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert