Gunter Grass persona non grata

Gunter Grass.
Gunter Grass. Reuters

Stjórnvöld í Ísrael lýstu því í dag yfir að þýska rithöfundinum, og nóbelsskáldinu, Gunter Grass væri framvegis óheimilt að heimsækja ríkið sökum ljóðs sem hann birti í dagblaðinu Süddeutsche Zeitung í síðustu viku. Í umræddu ljóði ásakar Grass Ísrael um að vera ógn við heimsfrið og að leggja á ráðin um gjöreyðingu Íran.

„Eli Yishai, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að Gunter Grass sé persona non grata í Ísrael,“ segir í yfirlýsingu frá ísraelska innanríkisráðuneytinu en þar kemur einnig að Yshai hafi látið hafa eftir sér eftirfarandi ummæli: „Ljóð Gunters er tilraun til þess að kasta olíu á haturseldinn gagnvart Ísraelsríki og ísraelsku þjóðinni.“

Ljóð Grass hefur vakið mikla deilur í Ísrael en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnd ljóðið er Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins.

„Ef Gunter vill halda áfram að miðla sínum brengluðu og ósannsöglu verkum, þá ráðlegg ég honum að gera það í Íran en þar mun hann finna aðdáendur,“ sagði Yishai í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert