Rússar segja vopnahléið í Sýrlandi „brothætt“ og hvetja þjóðir heims til að þrýsta enn frekar á uppreisnarmenn að starfa með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna og sérlegs sendimanns í málefnum Sýrlands.
Þetta sagði utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, í sjónvarpsviðtali í morgun.
„Það eru sumir sem virkilega vilja að áætlanir Annans renni út í sandinn,“ sagði Lavrov og átti þar við tilteknar þjóðir sem hann vildi ekki nefna nánar.
Rússar hafa fordæmt það athæfi Arabalanda að styðja við samtök uppreisnarmanna, Frelsisher Sýrlands. „Það eru til lönd, utanaðkomandi öfl, sem sjá sé ekki hag í því að friðarumleitanir Öryggisráðsins verði að veruleika,“ sagði Lavrov.