Ný lög hafa verið samþykkt í Eþíópíu sem banna 30 sekúndna símtal yfir Skype eða Google Talk. Eru viðurlög allt að 15 ára fangelsi.
Lögin leyfa einnig ríkisreknu símafyrirtæki, Ethio Teleco, að banna notkun vídeóspjalls allra samskiptamiðla líkt og Facebook, tölvupóstsamskipti og önnur forrit eða vefsíður sem geta miðlað upplýsingum milli manna.
Í Eþíópíu teljast lögin nauðsynleg fyrir þjóðaröryggi landsins og tryggja verði að borgarar geti ekki átt samskipti án eftirlits yfirvalda.