Repúblikaninn Mitt Romney vinnur nú að því að finna varaforseta fyrir kjör sitt til forseta Bandaríkjanna. Kona Romney, Ann Romney, gaf það í skyn að hún myndi vilja konu sem varaforsetaefni Romney.
Í þætti á CBS var Ann Romney spurð hvort hún vildi konu sem varaforsetaefni Mitt Romney sagði hún: „Við höfum verið að horfa til þess og okkur lýst vel á það. Nú er Mitt að skoða fullt af fólki núna í þessa stöðu og kemur allt til greina.“ Hún sagði að það væru nokkrir kostir sem henni líkaði mjög vel við en gaf ekkert upp hvaða manneskjur hún hafði í huga.
Romney nýtur ekki mikils stuðnings kvenna í Bandaríkjunum, þar nýtur Obama mun meiri stuðnings. Það er því talið að kvenmanns varaforseti myndi hjálpa Romney að ná til mun fleiri kvenkyns kjósenda.
Repúblikarnir eru þó meðvitaðir um kosningabaráttuna 2008 þegar John McCain valdi Söru Palin sem varaforsetaefni sitt. Það gekk þó ekki betur en svo að Obama sigraði og töldu fjölmargir Bandaríkjamenn Söru Palin ekki tilbúna í starfið.
Nú er fjölskylda Romney í fríi í New Hapshire fylki í Bandaríkjanum áður en baráttan hefst fyrir alvöru. Ann Romney sagði að varaforseti Mitt Romney yrði að vera: „Hæfur, fær og tilbúinn að þjóna landi sínu. Ég held að það sé nóg af færu fólki þarna úti sem þetta á við um.“